Á SVIÐI ER RISASTÓR GUL SÓL. STEINUNN SÓL STENDUR MIÐJUSETT FYRIR FRAMAN SÓLINA. HÚN HELDUR Á BLAÐI SEM HÚN LES UPP AF.
STEINUNN SÓL: Hér er listi af leiðum til að hafna fyrirspurnum um plús-einn-gest.
Nei, það verða bara nánir vinir
Nei, húsið er of lítið.
Nei það eru alltof margir að mæta. Alltof, alltof margir.
Nei, hún má ekki koma.
Nei, húsið er of stórt. Hún myndi týnast.
Væri leiðinlegt ef ég myndi segja nei?
Mér þætti best að hún myndi ekki koma.
Það er ástæða fyrir því að ég bauð henni ekki.
Það verður fugl á staðnum.
Mig langar bara að bjóða þér.
Gestalistinn er heilagur.
Það verður mjög stór fugl á staðnum.
Albert á húsið og hann vill ekki að hún mæti.
Nei. Þetta er afmælið mitt og ég ræð.
Þú ert ótrúlega skemmtilegur en hvað með að þú sleppir því bara að mæta fyrst þ
Mér þætti það óþægilegt.
Pass.
Nei, hún er leiðinleg.
Ég myndi fara að gráta.
Nei, nei og aftur nei!
Af hverju myndirðu einu sinni spyrja?
Finnst þér ekkert óviðeigandi að spyrja?
Þú mátt alveg bjóða einhverjum öðrum en bara
Ertu ekkert hræddur um að fuglinn ráðist á hana?
Finnst þér ekkert glatað að spyrja mig að þessu.
Þú veist að þetta er afmælið mitt.
Hvernig geturðu stungið upp á þessu?
Afmælið mitt! Afmælið mitt! Afmælið mitt!
STEINUNN SÓL BÝR TIL SKUTLU ÚR BLAÐINU, KASTAR HENNI TIL ÁHORFENDA OG HNEIGIR SIG.
Katla “s ó l” Björk Gunnarsdóttir
Innsent 27.10.2025, birt 27.10.2025