MÁLVERK DAGSINS 10. MAÍ 2025
Málverk dagins er Engill eftir Paula Rego! Við er nýbúin að kynnast verkum hennar og erum vægast sagt ansi hrifin. Meira svona! Sendið okkur línu ef þið vitið um svipuð málverk.kv Tómas og Katla málverkasjúk
Innsent 10.5.2025, birt 10.5.2025
Innsent 10.5.2025, birt 10.5.2025
KONKLEIF
Hæ núna eru kardínálarnir læstir inn í Sixtínsku kapellunni (sem er kennd við páfann Sixtus IV ekki töluna sextán). Ég er mikið búin að vera að tala um þetta svo kallaða konkleif eða conclave eins og það heitir á ensku og latínu. Þó orðið sé hentugt er það nokkuð óþjált á íslensku og ég er svona að velta fyrir mér hver besta leiðin sé til að þýða það.
Þegar ég spyr snöruna mina svarar hún mér að conclave geti þýtt:
- einkafundur, leynifundur.
- kardínálasamkoma til að velja páfa, páfakjörsfundur
- páfakjörssalurinn í páfagarði.
Kosturinn við útlenska orðið er að það getur bæði í senn átt við fundinn sjálfan og salinn sem hýsir viðburðinn. Sumsé maður getur bæði sagt að kardínálarnir eru mættir inn í “konkleifið” og að “konkleifið” sé hafið.
Á latínu þýðir con með og clave lykil. Með-lykli. Con-clave. Viðeigandi og ágætlega dramatísk lýsing á fundinum sem gerist bakvið luktar dyr. Luktan? Væri kannski dramatísk lýsing á viðburðinum. Nú hefst luktan! Eða lokan! Lyklafundur, lyklaþing, lyklamót hljómar of mikið eins og samkoman fjalli um lykla…. Slagbrandur gæti verið eitthvað.
Luktan og lokan gætu nú átt við sjálfan salinn en hin orðin gætu einungis átt við samkomuna. Þá gæti maður talað um Slagbrandssalinn. Aflokan var mér líka að detta í hug. Kardínálaaflokan er kannski best hingað til og gæti verið notað bæði yfir salinn og viðburðinn.
Ég er svoldið spennt fyrir því að horfa á bíómyndina Conclave. Hvað finnst fólki um hana? Það er búið að vera mikið Ralph Fiennes (hr. Voldemort) æði upp á síðkastið hérna í Antwerpen, við erum sumsé búin að horfa á tvær myndir með honum: Red dragon og In Bruges.
Okkur þótti In Bruges frábær og eftir áhorf urðum við enn spenntari fyrir mögulegri ferð til Bruges (Brugge… til forna stundum nefnd Bryggja á íslensku). Okkur finnst Colin Farrell sætur.
Red dragon var líka alveg fyndin en algjör steik. Hún er undanfari myndarinnar Silence of the lambs, klárlega ekki jafngóð en spennandi William Blake reffar sbr. tattúið á baki persónu Ralph Fiennes. Gregatattú :-)
Meira um páfann og svoleiðis skemmtilegt. Vissu þið að verðir páfans eru svissneskir? Veit ekki alveg hvaða gæðastimpill það er fyrir verði. Eru svissnesku genin betur til þess fallin að verja? Og búningarnir…. Appelsínugulir, rauðir og bláir, sérsniðnir á hvern vörð og vega samanlagt 3,6 kg. Svo mega þeir ekki selja búninginn að starfi loknu heldur mega þeir eiga hann í fimm ár en verða svo að grafa hann eða gefa Swiss guard félagasamtökunum.
Engar fleiri pælingar í bili. Gleðilegan slagbrand!
kv. Katla IV Gunnarsdóttir
Innsent 8.5.2025, birt 8.5.2025
Innsent 8.5.2025, birt 8.5.2025
SPOOKÝ
Hvað finnst ykkur? Er þetta ekki soldið spookí tíba?Almennar pælingar o.fl.
Innsent 7.5.2025, birt 7.5.2025
Innsent 7.5.2025, birt 7.5.2025
FÁNATILLÖGUR
Ísland er een klein land og eyja í þokkabót. Öll hin löndin eru svo langt í burtu. Íslendingar eru tæplega fjögur hundruð þúsund talsins og það er ekki stór tala eins og achttien miljoen. Hvað á að gera í þvi? Mér finnst að Ísland ætti að sameinast öðru landi og stækka við sér. Og hvað þarf að gera þegar nýtt land verður til? Hanna fána fyrir nýja landið. Hér eru nokkrar tillögur að fánum ef Ísland skyldi sameinast öðrum löndum. Alsjeblieft.
Ef Ísland myndi sameinast Eistlandi og verða Éstland, óttist ei, ég er búinn að hanna fána.
Éstneski fáninn
Búlgíski fáninn
Þíski fáninn
Austurlenski fáninn
Hugsið um þetta Íslendingar og hafið samband. Ég hef áhuga á fánum og fánagerð.
kv Hollendingurinn fljúgandi
Innsent 28.4.2025, birt 28.4.2025
Innsent 28.4.2025, birt 28.4.2025
TILEINKAÐ HERRA CLUBDUB
Núna ætlar clubdubgaurinn að vernda íslenskar konur, eða “passa upp á stelpurnar sínar” eins og hann myndi eflaust segja á barnamáli svo ofangreindar stelpur skilji hvað er í gangi. Hann ætlar að passa upp á stelpurnar því brúnir leigubílstjórar ætla að skemma þær. Það væri nefnilega svo leiðinlegt ef allar sætu íslensku stelpurnar væru ónýtar því þá eru þær ekki nammigóðar á bragðið lengur. Ath. Íslenskir (hvítir menn) bannið íslensku (hvítu) konunum ykkar að fara í leigubíla. Segið þeim frekar að svífa heim á bleikum kynbættum fola með grænt tagl sem heitir Sleipnir 2. Ef Sleipnir 2 er upptekinn í kvöld, er bara best að banna skvísunni að fara úr húsi. Þrífðu af þér andlitið babygirl og kveiktu á New Girl, ég ætla niður í bæ að hitta Gumma, Mumma, Elvar, Styrmi, Stefán Elí og Kristó.
Við (stelpurnar hans clubdub) eigum helst að vera heima þangað til hann og hinir strákarnir ná loksins að loka landamærunum! Þeir ætla að flykkjast að strandlínu Íslands standa þétt saman sumir á flókum og aðrir á bomsum. Þannig munu þeir umkringja eyjuna, Styrmir heldur í höndina á Stebba og Stebbi í höndina á Mumma og svo koll af kolli. Komasvo strákar! HÚ! Pössum upp á landamærin! Fyrir utan knúshringinn ríkir lögleysa en fyrir innan hann er sæstustelpuparadís. Hæ hó og jibbí jei og takk takk strákar! <3 <3
Við stelpurnar förum allar niðrí bæ að drekka spritz og tala um sixpakkið á Styrmi eða meiköpp og svo valhoppum við allar heim og kúrum í risastóra stelpurúminu. Kannski förum við í koddaslag ef það liggur vel á okkur. Strákarnir verða eftir við landamærin og geta loksins andað léttar því núna geta engir útlendingar komið og skemmt það sem þeir eiga.
Höfundur er áhugamaður um stelpurnar okkar.
kv Katla Björk Gunnarsdóttir
Innsent 25.4.2025, birt 25.4.2025
Innsent 25.4.2025, birt 25.4.2025
SPURNINGAÞRAUT 20. APRÍL
Hver er unga leikkonan á myndinni?
Hvaða evrópsku eyju má sjá á þessari mynd?
1. Nefnið þrjá tónlistarmenn sem tilheyra hinum svo kallaða 27 club.
2. Hvað heitir gönguleiðin sem liggur á milli Hvalfjarðar og Skorradals?
3. Hvað ertu að búa til ef þú blandar saman 300 g. af borðsalti, 6 dl. af sjóðandi vatni, 1 msk. matarolíu og 300 g. af hveiti?
4. Íslenskt fyrirtæki eitt var stofnað af tveimur mönnum árið 1968. Annar þeirra starfar enn sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur sameinast a.m.k. þremur minni fyrirtækjum á sama sviði og er nú næststærst sinnar tegundar á landinu. Hvert er fyrirtækið?
5. Hver af þessum sósum er ekki ein af frönskumóðursósunum: tómatasósa, hollandaise, bechamel eða hvítvínssósa?
6. Hvaða tveir flokkar sameinuðust í Sjálfstæðisflokkinn árið 1929?
7. Fystu íslensku lénin voru þrjú. Nefnið eitt þeirra.
8. Í hverju þessara landa er ekki íslenskt sendiráð? Danmörku, Spáni, Þýskalandi, Sviss eða Póllandi.
9. Hver er hámarkshraði ökutækja sem má aka með almennum ökuréttindum?
10. Bókin Límonaði frá Díafani byggir á æskuminningum hvaða höfundar?
11. Hvert er sögusvið bókarinnar?
12. 9 af 10 hröðustu hlaupurum í 100 metra hlaupi karla á Ólympíuleikum eru frá Jamaíka eða Bandaríkjunum. Frá hvaða landi er sá eini sem sker sig út?
SVÖR:
Á fyrri myndinni er Judi Dench og á seinni má sjá eyjuna Madeira. 1. Hér má nefna Amy Winehouse, Jimi Hendrix, Janis Joplin, Jim Morrison, Brian Jones og Kurt Cobain 2. Síldarmannagötur 3. Trölladeig 4. Góa 5. Hvítvínssósa 6. Íhalds- og frjálslyndiflokkurinn 7. hafro.is, hi.is og os.is 8. Spánn 9. 3500 kg. 10. Elísabet Jökulsdóttir 11. Grikkland 12. Ítalíu
Tinna Björk og Frímann semja spurningar
Innsent 20.4.2025, birt 21.4.2025
BESTU BORÐ 2025 (HINGAÐ TIL)
Ástarkveðjur, Kötusafn
Innsent 15.4.2025, birt 19.4.2025
MÁLVERK DAGSINS 14. APRÍL 2025
Málverk dagsins er Særður engill eftir finnska málarann Hugo Simberg. Hvílíkt verk! kv Tómas túba og Katla korkur
Innsent 14.4.2025, birt 14.4.2025
ÞURSADAGAR HEFJAST
Næstu dagar verða góðir Þursadagar. Fylgist með skýjunum og takið eftir því hvort einhver myndi andlit, sérstaklega nef. Slæður merkja lukku. Ef þið sjáið konu eða mann með slæðu er góðs viti að hneigja sig, jafnvel pent. Notið orð sem byrja á U eða Þ og ef þurfið að hnerra, hnerrið hátt! Nú er líka mikilvægt að passa upp á smáhlutina sína því þeir gætu týnst...ástarkveðja Völuspákonan mikla
Innsent 11.4.2025, birt 11.4.2025
GETRAUN DAGSINS 11. APRÍL 2025
Spurt er um orð. Á myndinni má sjá tvær skilgreiningar á sama orðinu, hvert er orðið?
kv ÞR
Innsent 11.11.2025, birt 11.4.2025