Senda inn efni listanes.office@gmail.com
KRANT

Annað tölublað er komið út, endilega sendið inn efni fyrir þriðja tölublað á listanes.office@gmail.com 
Tökum við öllu efni, ljóðum, greinum, pælingum, bloggpóstum, myndum o.s.frv.
Viðburðir

Upplýsingar


Slembigrein

JÓLADAGATAL KRANT : 4. DESEMBER

Spakmæli dagsins:

Enginn dregur aur úr hatti þótt göldróttur sé
eða hvað?



Sinterkraant
4.12.2025

JÓLADAGATAL KRANT : 3. DESEMBER


Spakmæli dagsins:

Rammvillt hamingjuhjólið er
því erum við öll krækiber


Jólakökukonan með hnífinn
3.12.2025

JÓLADAGATAL KRANT : 2. DESEMBER


Spakmæli dagsins:

Ef desember fer á víð og dreif, leggðu á borð, tartalettur og skreið.



Krantálfur prins (Krampus)
2.12.2025

JÓLADAGATAL KRANT : 1. DESEMBER


Kæru jólakrantverjar! Desember er genginn í garð og þar með hefst jóladagatal krantsins. Spakmæli dagsins eru:

Sumir vita sumt, aðrir sumt annað.



Krantkötturinn
1.12.2025

ÚFFORÐ V





Katlyxum
Innsent 25.11.2025, birt 25.11.2025

HVE UNDARLEGT ER AÐ VERA






Tvö höfuð
Innsent 24.11.2025, birt 24.11.2025

STJÖRNULJÓÐ


********

Á þetta ljóð að heita

a) Sjö stjörnur
b) 7 stjörnur
c) VII stjörnur

????????

Vinsamlegast svarið ekki spurningunum.

Skuggi
Innsent 23.11.2025, birt 24.11.2025

ATVINNUMÖGULEIKAR #1


Ég laug því í atvinnuviðtali að ég hefði sigrast á krabbameini. Mér var boðið spennandi starf verkefnastjóra vöruþróunar í snillingateymi.

SÓ sorrí
Innsent 16.11.2025, birt 17.11.2025

ÁMINNING






Innsent 13.11.2025, birt 13.11.2025

POWERPOINT LJÓÐ (ÚR ÓÞEKKTRI GLÆRUKYNNINGU)





Tómas frá Glæru
Innsent 11.11.2025, birt 11.11.2025

KARL MARX A KLUBBNUM





kveðja maría
Innsent 9.11.2025, birt 9.11.2025

EINHVURSLAGS SKÁL À LA MIÐJARÐARHAF


Sæl og blessuð Krantarar, hér kemur ein uppáhalds uppskriftin mín! Miðjarðarhafsskál, bæði mjög holl og bragðgóð. Lærði þessa uppskrift frá Kötlu og Tómasi en þetta er svona mín útgáfa af máltíðinni sem þau eiga til að gera (Hægt að sjá uppskrift frá þeim í fyrsta tölublaði Krant eða ef þið skrollið mjög lengi niður). Það eru engin hlutföll í uppskriftinni en ég treysti lesendum til þess að nota almenna skynsemi þegar það kemur að magni fyrir hvert og eitt hráefni.

Quinoa:
Quinoa í pott 1 á móti 2 hlutfall af vatni. Ég set vanalega grænmetiskraft út í pottinn, gerir mikið fyrir bragðið. Sjóða í svona 10-15 mínútur með pottloki (mikilvægt), bannað að hræra. Smakka til þangað til að það er eldað í gegn. setja svo smá ólífuolíu út í og hræra þannig að það púffist upp. Gott að setja lokið á þangað til að maturinn er borinn fram með slökkt undir á hellunni

Inn í ofn:
(ATH. sætar kartöflur eru crucial, hitt er eftir hentisemi eða bara því sem er til í ísskápnum, uppáhaldið mitt er Sætar kartöflur, kúrbítur, kjúklingabaunir og gulrætur)
  • Sætar kartöflur skornar í kubba eða skífur
  • Eggaldin eða kúrbítur skorið í kubba eða skífur
  • Kirsuberjatómatar
  • Gulrætur
  • Kjúklingabaunir

Krydda með:
  • Ólífuolíu
  • Salt og pipar
  • Kanill (Bara á sætu kartöflurnar)
  • Kúmen
  • Túrmerik
  • Chiliduft
  • Hvítlauksduft

Elda í ofni í í 30-40 mín


Jógúrtsósa:
(Alls konar í boði hér, hægt að hafa bara sýrðan rjóma og kannski súrar gúrkur eða relish með. Eða þá að gera einfalda tzatsiki jógúrtsósu)

Tzatsiki:
  • Smátt saxaðar gúrkur
  • Saxað kóríander
  • Grískt jógúrt
  • Jómfrúarólífuolía
  • Sítrónusafi
  • Salt og pipar

(Aukalega má setja smátt saxaðan hvítlauk og ferskar kryddjurtir eins og dill eða myntu)

Rétturinn er borinn fram með klettasalati, granateplafræjum og kóríander




Grafíkerinn í eldhúsinu, Þórhallur
(FKA Rýtingur) Runólfsson (FKA Gúndólfsson)
Innsent 8.11.2025, birt 8.11.2025

SÍÐBÚIN FUGLADAGBÓK
11.10.2025


Höfðum heyrt að himbrimar söfnuðust saman á Þingvallavatni í október. Ákváðum að gera okkur ferð og athuga hvort eitthvað væri í gangi. Rigningarúði og þokuslæða á leiðinni, skyggnið slæmt. Keyrðum Vatnskotsveg niður að vatninu og gengum svo síðasta spölinn. Sáum ekkert líf til að byrja með þótt það sæist vel út á vatnið.  Allt frekar grátt. Ákváðum að ganga með vatninu í vestur. Fljótlega sáum við eitt himbrimapar í grennd við bakkann og svo annað lengra úti á vatninu. Heyrðum þá góla yfir vatnið, hljóðin vel í stíl við grámann. Gott ef við sáum svo ekki einn í viðbót lengra frá, en enga samkomu. Ákváðum að fara. Vorum á heimleið (svangar, kaffiþyrstar) en tókum þá eftir því að það var töluvert bjartara sunnan við vatnið. Ákváðum því að kíkja á Úlfljótsvatn líka. Vorum að keyra upp veginn að skátamiðstöðunni þegar við sáum þá, a.m.k. 30 saman. Það var samkoma! Líf og fjör! En erfitt að sjá þá vel úti á miðju vatninu. Einhvers konar leikur virtist í gangi, einn tók á flug og hinir eltu. Í æsingnum við að komast nær vatninu rann TBG í leðju og varð drullug upp fyrir haus. KBG tókst að standa í lappirnar allan tímann.


TBG & KBG
Innsent 7.11.2025, birt 7.11.2025

BERFÆTTUR HNÍFUR


Þessi hnífur er berfættur í grasinu.




Skuggi
Innsent 7.11.2025, birt 7.11.2025

© Krant 2025