Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT

ÍSLENSKIR LITIR


Ég er búin að vera að velta einu fyrir mér..... ég hef nefnilega tekið eftir svotlu. Svolítilli þróun.... Ég er búin að vera skoða marketpleis mikið upp á síðkastið, þar inn á má finna ágætan þverskurð af íslensku samfélagi og vitið ég tek bara mikið mark á því sem ég sé og les á marketpleis. En vitið svo hefur þetta ekkert með marketpleis að gera heldur almenna hegðun íslensks fólks. En alla vega ég sá þennan sófa þar í dag:




og það er svo sem ekkert að þessum sófa. Flottur sófi,  mhm, ég er sko ekkert að reyna að vera dónaleg, sjáið til.  Nema það svo les ég lýsinguna á þessum sófa:




...........og þarna set  ég nefnilega rækilega stórt spurningamerki:

Þessi sófi er náttúrulega aldrei grænn segi ég!!!!! Hann er í besta falli grár með grænum og brúnum undirtónum. W T F, segi ég nú bara. Allar manneskjur með augu sem virka sjá það. Hvaða vitfirring er það að lýsa þessum sófa sem grænum? Grænir sófar seljast ekkert betur á Íslandi heldur en gráir sófar. Þvert á móti!!! Íslenskur almenningur elskar sína gráu sófa. Ég veit um mörg rótgróin íslensk heimili með gráum sófum og ekki bara gráum sófum heldur gráu öllu sem hægt er að gera grátt grátt grátt. Íslensk alþýða er sjúk í grátt. Þannig af hverju, spyr maður sig, er verið að auglýsa þennan sófa sem grænan? Ég er með athyglisverða kenningu og hlustiði bara þið sem eruð ennþá með mér og fylgið. Já ég setti sko tvo og tvo saman í dag. Ég held að íslensk alþýða sé búin að þróast, að hún sé búin að samstilla augun, hún sér ekki lengur grátt heldur handan grámans. Hún sér núna bara litina bakvið gráa. Hún er komin á hærra plan hvað litafræði varðar. Þróaðari augu. Eins og fólkið í eyðiörkinni sem sér alls kyns útfærslur af gulum, þá sjá íslenskir heimilisrekendur milljón útfærslur af gráum. Og litirnir eru ljóslifandi. Þannig að ég spái því að á næstunni munir þú heyra Íslending kalla eftirfarandi liti þessum áhugaverðu nöfnum:

 
BLÁR
BLEIKUR
GULUR
en svo má vera að þetta sé bara mín eigins svartsýni og að ég megi bara steinhalda kjafti og kannski er ég bara alls ekkert næm fyrir litum heldur er ég bara kjáni. En ég mun alla vega vera að velta þessu fyrir mér og þið megið alveg gera það líka ef þið hafið áhuga á þvi.

kv. Katla Björk
Innsent 13.8.2025, birt 13.8.2025