Meginljóður kaffidrykkju er að súpa ekki nógu vel úr bollanum. Fá sér eins og einn slurk, eða tvo af mjól-k út í. Ég tek sjálfur ekki sykur í kaffið en kandís þykir mér með eindæmum góður. Kaffið má ekki vera of þunnt, mér þykir kaffi yfirleitt vera of þunnt. Hér koma nokkur hugtök yfir þunnt kaffi: kerlingartár, groms, nærbuxnavatn, meyjarhland, nærbuxnaskol, nærbuxnaskolp, ærmiga í sólskini eða ærpissa í götu, æðahland og æðarhland, fuglahland, lómahland, náhland, steinbítshland, glerjavatn, skjávatn og baunaskol. Að lokum þekkja mjög margir orðasambandið það sér í botn á sextugu sem notað er ef sér í botn á fullum kaffibolla. Þetta er fengið úr sjómannamáli, það er á sextíu faðma dýpi.¹
¹ Heimild
Kveðja, kaffikallinn
Innsent 15.9.2025, birt 15.9.2025