Senda inn efni listanes.office@gmail.com
KRANT

Annað tölublað er í vinnslu, endilega sendið inn efni fyrir þriðja tölublað á listanes.office@gmail.com 
Tökum við öllu efni, ljóðum, greinum, pælingum, bloggpóstum, myndum o.s.frv.
Upplýsingar
Slembigrein

VAR AÐ FÁ MÉR KAFFIBOLLA

Meginljóður kaffidrykkju er hvað styrkleikinn getur verið breytilegur. Þunnt kaffi þykir mér vont. Það er mikilvægt að súpa vel úr bollanum. Fá sér eins og einn slurk, eða tvo af mjól-k út í. Ég tek sjálfur ekki sykur í kaffið en kandís þykir mér með eindæmum góður. Kaffið má bara alls ekki vera of þunnt, mér þykir kaffi yfirleitt vera of þunnt. Hér koma nokkur hugtök yfir þunnt kaffi: kerlingartár, groms, nærbuxnavatn, meyjarhland, nærbuxnaskol, nærbuxnaskolp, ærmiga í sólskini eða ærpissa í götu, æðahland og æðarhland, fuglahland, lómahland, náhland, steinbítshland, glerjavatn, skjávatn og baunaskol. Að lokum þekkja mjög margir orðasambandið það sér í botn á sextugu sem notað er ef sér í botn á fullum kaffibolla. Þetta er fengið úr sjómannamáli, það er á sextíu faðma dýpi.¹

¹ Heimild 



Kveðja, kaffikallinn
Innsent 15.9.2025, birt 15.9.2025

© Krant 2025