Vá hvað ég hata tónleika þar sem það eru borð alveg upp að sviði.
Það er það versta sem ég veit.
Tónleikar eru vettfangur til að upplifa tónlist sem hluti af heild, og ef manni langar ekki til að vera með í því þarf maður bara að taka það á sig að vera ekki jafn nálægt sviðinu.
Að hafa borð alveg upp að sviði gæti verið næs ef maður er bara með vinum sínum að drekka bjór, en maður getur gert það þegar það eru ekki fokking tónleikar. Það er bara beinlínis skaðlegt fyrir tónlistarsenur að búa til svoleiðis stemningu, vegna þess að það þarf að vera vettfangur fyirir nýtt fólk til að upplifa senuna og kynnast fólkinu, en það gerist ekki ef allir eru bara setjandi við borðið sitt með fólkinu sem það kom með.
Þetta gildir líka algjörlega þó svo að það sé eitthvað smá pláss fyrir framan sviðið ef allir sem koma til að hlusta á tónlistina eru bara sitjandi.Allt í góðu að mæta og sitja við jaðar áhorfendahópsins en það er fáránlegt að mæta til að sitja fremst, sérstaklega ef vinir manns eru að spila.Afsakið neikvæða færslu, þetta er bara svo ergjandi
Kv. tónlistarunnandi
Innsent 1.9.2025, birt 1.9.2025