SVAR VIÐ FÖSTUDAGSSPURNINGU
Spurt var:
- Hvaða þjóðfáni inniheldur hvorki rauðan lit, hvítan né bláan?
Fáninn umræddi er þjóðfáni.............. Jamaíka!
Á fánanum er gylltur kross, skásettur, sem skiptir fánanum upp í fjóra hluta. Tveir hlutanna eru grænir og hinir svartir. Jamaíkufólk tók upp fánann 6. ágúst 1962, daginn sem þjóðin varð sjálfstætt ríki.Upprunalega táknaði svarti liturinn erfiða tíma þjóðarinnar, græni liturinn landið og gyllti liturinn sólina. Árið 1996 var merkingu litanna breytt og svarti liturinn sagður standa fyrir styrk og sköpunargáfu þjóðarinnar, græni liturinn fyrir gróskumikla landið og vonina og gyllti liturinn fyrir auð landsins og einnig gyllt sólskinið.
Fáni Jamaíku eins og við þekkjum hann í dag.
Tvær tillögur sem gerðar voru að fánanum.
kv. Katla
Innsent 24.3.2025, birt 24.3.2025