Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT

SÚRNAMSKT ROTI

Ég elska súrinamska matargerð en það er nokkuð flókið að finna uppskriftir á netinu. Hér er samt ein, fyrir áhugasama, sem við Tómas van Oosterhout höfum eldað nokkrum sinnum. 

Massala:


             - 1 msk. Garam masala
             - 1 msk. Karríkrydd

Kássa:



             - 4 hvítlauksgeirar (saxaðir)
             - 1 stór laukur (saxaður)
             - ½ msk. sambal olek
             - 2 msk. massala krydd
             - 400 g. strengjabaunir
             - 600 g. kartöflusmælki, afhýddar og skornar í fjórðunga
             - 2 tómatar (saxaðir)
             - Grænmetisteningur
             - Tælensk sojasósa eða Maggisósa
             - Salt og pipar

Steikið lauk á pönnu þar til hann er glær. Bæta við massala kryddblöndunni, hvítlauknum og sambal olek. Steikið í smá. Bætið við kartöflum, söxuðum tómötum, 2 bollum af vatni og grænmetistening. Sjóðið og hrærið þar til kartöflurnar eru tilbúnar. Bætið við strengjabaunum, dassi af soja sósu og saltið og piprið eftir smekk. Sjóðið í 3-5 mínútur í viðbót. Kássan ætti að verða að þykkri sósu. 

Súrinamskt chokha



             - 2 eggaldin
             - 4 tsk massala blanda
             - Tómatar (ég setti einn stóran og nokkra litla)
             - Hálfur laukur
             - Ein löng rauð paprika
             - Hvítlauksgeiri
             - Tælensk sojasósa eða Maggisósa

Vefjið eggaldin í álpappír og bakið inn í ofni á 200°C þar til það er orðið mjúkt. Saxið grænmetið smátt. Steikið laukinn á pönnu upp úr kryddblöndunni þar til laukurinn er orðinn glær. Bætið við hvítlauk og  restinni af grænmetinu. Saltið smá og steikið þar til vökvinn gufar upp. Bætið við dassi af tælenskri sojasósu og pipar. Þegar eggaldinið er tilbúið, takið það úr ofninum og skóflið aldinkjötinu úr hýðinu. Bætið kjötinu við grænmetisblönduna og kryddið til.

Búið til Rotibrauð eða kaupið flatbrauð
Sjóðið 4 egg






Verði ykkur að góðu :-)


Grein eftir Kötlu Björk Gunnarsdóttur