Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT
Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT

KVÖLDMATUR 9. MARS - EINFALT OF SUMARLEGT SALAT MEÐ SÆTUM KARTÖFLUM  :P


Í dag voru 17 gráður í ‘twerpsittí. Við TVO vorum löt að elda og löt að fara í búðina þannig við gerðum ggggjað einfalda máltíð úr því sem við áttum. Hún var svo nammigóð og einföld að ég stóðst ekki mátið að skella henni inn á krantið :-) 

Inn í ofn

    -    Sætar kartöflur skornar í skífur eða ágætlega stóra bita.
    -    Litlir tómatar skornir í helming
    -    Olífuolía
    -    Hunang
    -    Krydd:

                  Kanill
                  Múskat
                  Kúmen
                  Túrmerik
                  Chiliduft
                  Salt og pipar

Grænmetinu er raðað á ofnplötu, látið skornu hliðina á tómötunum snúa upp. Sulla olíu og hunangi yfir og krydda. Eldað inn í ofni þar til tilbúið (30-40 mín)

Bragðbætir

    -    Smátt saxaðar súrar gúrku
    -    Smátt saxaðar confit-sítrónur
    -    Saxað kóríander
    -    Saxaður hvítlaukur
    -    Jómfrúarolía
    -    Sítrónusafi
    -    Salt og pipar
    -    Edik úr súrgúrku krukkunni
    -    Safinn af confit-sítrónunum

Öllu hrært saman í skál

Kínóa eða perlukúskús

Saxaðar valhnetur (má rista en við nenntum ekki að skíta  út pönnuna)

Sýrður rjómi

Svo bara setja í skál og borða!!!

Ég gleymdi alveg að taka mynd af matnum áður en ég borðaði hann allan. En hér eru myndir af confit-sítrónunum, gúrkunum, sýrða rjómanum og restinna af bragðbætinum.



p.s. TVO sá um alla eldamennsku á þessari máltíð, hann á allan heiður skilinn!

Vorkveðjur KBG!!



© Krant 2025