Senda inn efni listanes.office@gmail.com
KRANT

Annað tölublað er í vinnslu, endilega sendið inn efni fyrir þriðja tölublað á listanes.office@gmail.com 
Tökum við öllu efni, ljóðum, greinum, pælingum, bloggpóstum, myndum o.s.frv.
Upplýsingar
Slembigrein

STJÖRNUSPÁ VIKUNA 31. ÁGÚST - 7. SEPTEMBER 2025


SÓLIN ER Í MEYJUNNI

ÞIÐ VITIÐ

HVAÐ ÞAÐ

ÞÝÐIR

HRÚTUR:
Arg, ekki gefast upp þó ekkert virðist ganga! Ég veit að þú efast, en óttist ei! Bráðum muntu komast á næsta stig þróunar, þú þarft bara að treysta.

+-+       +-+-+-+-+-+        +-+



NAUT:
Einbeittu þér að heimili og fjölskyldu. Keyptu þér húsgagn og bjóddu mömmu og pabba í mat.
+-+       +-+-+-+-+-+        +-+



TVÍBURAR:
Vó-Hó! Til hamingju með Úranus! Loksins er tauminum sleppt :-D Núna viltu meira frelsi. Hugmyndir þínar eru framúrstefnulegar, ekki stoppa þó enginn skilji þær. Smíðaðu nýjan heim í bílskúrnum!
+-+       +-+-+-+-+-+        +-+


KRABBI:
Hættu að trúa bara á sjálfan þig, trúðu á guð.
+-+       +-+-+-+-+-+        +-+



LJÓN:
Nú er tími til að hugsa (loksins, loksins). Hættu að gera og gera, sestu niður og hugsaðu! Núna! Hugsaðu þig í gegnum þig. Hugsaðu vá! Segðu eina sögu eða skrifaðu pistil áður en þú ferð að sofa (getur verið gott ef þig vantar athygli).

+-+       +-+-+-+-+-+        +-+

MEYJA:
Þú er stjarna í stjörnusúpu. Vertu þú sjálf og leyfðu öðru fólki að fylgja, ekki gleyma auðmýktinni þinni, það er þín sterkasta hlið. Skipulegðu restina af árinu, þ ú m u n t e kk i sjá eftir því. Þegar þú ert búin að því skaltu dunda þér við eitthvað smámunasamt. Teiknaðu mynd af blómabeði.
+-+       +-+-+-+-+-+        +-+


VOG:
Hvar er réttlætið? Ef þú vilt finna það, skaltu leita af því n úna. Ég veit að það er gaman að ræða heimsmálin í huganum en hvað með að ræða þau upphátt svona einu sinni. Virkjaðu málbeinið, hinir munu taka vel í það.
+-+       +-+-+-+-+-+        +-+


SPORÐDREKI:
Ekkert frí fyrir þig (kannski í næstu viku).
+-+       +-+-+-+-+-+        +-+



BOGMAÐUR:

Mundu eftir gamalli hugmynd og slípaðu hana… hún gæti verið GEIMSTEINN. Ef þú finnur engar gamlar hugmyndir skaltu finna þér nýtt áhugamál. Hversdagslegir núningar eru hættir að skipta máli.
+-+       +-+-+-+-+-+        +-+


STEINGEIT:
Vertu meðvituð um alla mögulega eindaga. Þú munt ekki ná að bægja þeim burt með mælskubrögðum, þó þú sért Sókrates.

+-+       +-+-+-+-+-+        +-+

VATNSBERI:
Það fer að koma að því…. Það fer að koma að því… það fer að koma að því…

+-+       +-+-+-+-+-+        +-+



FISKUR:
í dag ertu spéhrædd. VIð skiljum það. En ekki leyfa því að hafa ofmikil áhrif á möguleg tækifæri. Það er enginn að fara að benda og hlæja, augu annarra geta ekki skaðað þig þó þú haldir það. (Annars er alltaf hægt að sækja handklæði ef skömmin er of mikil!)

       
stjörnuspá-spá-spákonan
Innsent 30.8.2025, birt 30.8.2025