UM DEN HAAG
Um nafnið Den Haag.
Á hollensku heitir borgin Den Haag, þ.e.a.s það nafn er oftast notað því það er mun einfaldara en opinbera nafnið ´s-Gravenhage. “Den” er vissulega ákveðinn greinir eins og notaður var áður fyrr. Í dag er það “de”. “s” í ´s-Gravenhage er stutt fyrir “des” og er leif af eignarfalli. Des Gravenhage þýðir bókstaflega “Hans Greifans veiðilundur.”
Hvað þá á íslensku? Ekki er það í greifans hag að kalla borgina “Hið Haag”…
Svo er það borgin ´s-Hertogenbosch, stundum kölluð Den Bosch, höfuðborg Noord Brabant sýslunnar.
Bókstaflega þýðingin er “Hans Hertogans skógur”. Ekki er hún kölluð Bosch á íslensku því opinbera nafnið er ´s-Hertogenbosch, ef hún er yfir höfuð nefnd á nafn á íslensku.
Haag má jafnvel þýða sem skógur, og þess vegna legg ég til að kalla Den Bosch “Syðriskógur”, og Den Haag, “Nyrðriskógur” á íslensku.
Steef van Oosterhout
Birt 11.3.2025
Birt 11.3.2025