RÁÐA Í DRAUMA?
Grappa grætur Gilitrutt
er með tappafætur
Undravert er grybbukrútt
grætur ekki um nætur
Krúsímúsí, lús í hús
bítur sínar neglur
Dúlli er með djúsí djús
brýtur gjarnan reglur
Farandsfæti engin læti
baular stundum mamma mín,
kveðja Gugga Hlín
Gugga Hlín var barnapían mín á kvöldin en rosa flott kona á daginn. (Fyrst og fremst var hún vinkona mömmu sem var aðeins yngri en hún).
Hún söng þessa vísu fyrir mig þegar ég fermdist. Ég mundi hana allt í einu í heild sinni (ég man þig, Gugga Hlín). Fermingarveislan kom til mín í draumi. Mig dreymir stundum hátíðir þegar ég er stressuð.
Í fermingarveislunni var stór kranzakaka og ömmukleinur og litapallettan var túrkísblá og læmgræn (mamma valdi litina, ég vildi hafa bleikt). Síðan fékk ég plastblóm og spegil í gjöf og peninga. Mamma valdi líka á mig kjólinn. Afi knúsaði mig og gaf mér peninga. Í draumnum fékk afi hjartaáfall þegar hann var búinn að knúsa mig. EN það er samt allt í lagi með hann í dag,
ég velti fyrir mér hvað þetta þýðir.
Himnarnir opnast og gud birtist og segir mér að ég megi aldrei aftur borða brauð á ævinni nema það sé úr plasti. Svo réttir hann mér hleif og ég missti hann á alla veislugestina og þeir urðu undir. (Er einhver góður í draumaráðningum á þessari síðu???? Á ég að hætta að borða brauð?)
Veggirnir í húsinu, fermingarsalnum eða ehv, voru úr kremi. Skiptir það máli???
Alla vega líður alltaf eins og einhver vaki yfir mér. Eða svona eins og ég sé aldrei ein. Var að byrja í nýrri vinnu, kannski tengist það þessu eitthvað???
kveðjur úr draumadósinni (pieter van hobokenstraat)
Innsent 14.5.2025, birt 14.5.2025
Innsent 14.5.2025, birt 14.5.2025