Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT

SMÁAUGLÝSING: ÓSKA EFTIR PENNAVIN/VINKONU


Hæhæ, datt í hug að þetta gæti verið góður vettvangur til þess að leita mér að pennavin :P Er einhver sem er að lesa þetta sem vill vera pennavinur minn? Það þætti mér gott. Skilyrði er að eiga góðan penna og bréfsefni. Óska eftir pennavin kannski í útlöndum eða bara á Íslandi. Það er skilyrði að setja bréfið í póst, ég myndi segja að það sé mjög mikilvægt að bréfið sé póstlagt. Annars er alls ekkert sérstakt við heila klabbið. Galdurinn í þessu öllu er nefnilega að fá innsiglað umslag, opna það, handleika bréfið. Tala nú ekki um eftirvæntinguna fyrir nýju bréfi. 

Aðeins um mig: Ég er 24 ára og hef gaman að því að skrifa og lesa og stundum að teikna líka. Ég á nokkra góða penna og fullt af pappír. Bréfin mega gjarnan vera nafnlaus, en það þætti mér betra ef að nafn einstaklingsins myndi þó fylgja með. Ég er að óska eftir einum pennavin en þeir mega þó vera 2, það skiptir mig ekki öllu máli. 

Ég bið áhugasama að senda mér skilaboð á: pennavinurthorhallsson@gmail.com

mbk, Pennavinur
Innsent 13.8.2025, birt 13.8.2025