NÝJUSTU MÁLSHÆTTIRNIR
Nýjustu málshættirnir voru að koma! Við viljum fleiri málshætti takk. Við högnumst öll á því og njótum góðs af. Ef Krantlesendur luma á góðum málsháttum má endilega senda okkur línu og við munum birta þá samstundis. Eftirfarandi málshættir fundust í Náðarbók Hildigerðar Þ. Ljótsdóttur (III. bindi), málsháttargerðarkonu og spákonu.
Kýrin mjólkar ekki manninn
Brjóst eru sjaldan brókuð yfir mitti
Gull er manns kæfa
Báran slítur ekki steininn heldur strokar brókin strandir
Eigandinn er ekki sá sem andann eygir
Vitur er sá sem vegar nesti
Barnið vex kex en mjólkina kekkir
Stundum syngur fuglinn falskar en frúin
Einn biður tveimur heim
Ekki skaltu kenna skátum um eigin músagang
Blautar varir kyssa blaut bein í myrkri
Kápan klæðir frakkann mann
Snöggum snigli fylgir athygli
Mig og fleirum ýmist vantar
Tómas Mál-sáttur og Katla Máls-hattur
Innsent 28.5.2025, birt 28.5.2025