Senda inn efni listanes.office@gmail.com
KRANT

Annað tölublað er komið út, endilega sendið inn efni fyrir þriðja tölublað á listanes.office@gmail.com 
Tökum við öllu efni, ljóðum, greinum, pælingum, bloggpóstum, myndum o.s.frv.
Viðburðir

Upplýsingar


Slembigrein

NOKKRAR UPPÁHALDS HENDINGAR Á JOEY 3, ÁSAMT NOKKRUM ATHUGASEMDUM


ÞÚ ERT HÉR
„Frá því ég man þá var ég hann“
- Tvískipting ljóðmælanda þar sem aðgreindi hlutinn er í þriðju persónu; gefur til kynna einhvers konar hliðarsjálf
„Uppi, ég kemst ekki mikið nær“
- Nær hverju? Himnaríki?

SEKÚNDUR
„Fór á botninn og ég hitti mig þar“
- Tvískipting ljóðmælanda aftur en báðir hlutar eru í fyrstu persónu; gefur til kynna innra eða dýpra sjálf
„Að vera heill er að koma auga á brotin“
„Inni á klúbb seint um nótt finn ég næði“
- Næði í líkamlegri samvist við aðra; þarft, skemmtilegt

UPPI
„Í fínu formi nema vasinn hann er feitur“
„Ég borða bara píkur og ég borða bara steik“
- Eru píkur og steik það sama? Tilheyra píkurnar sem um ræðir „steikum“?

SÆTA
„Horfir á mig og ég dey“
- Sammannleg reynsla

SJÚK
„Ég er svo fokking fresh að þér verður illt úúúúghhhh“
- Alltof gott

GOOFY AHH FREESTYLE
„Sé í gegnum strákinn, hann er glær“
- Snilldar myndmál
„Ef ég væri samkvæmi þá væri ég messa“
„Já ég er hann, þér getið hætt að leita“
- Skemmtilegt að gefa sér það að allir hafi verið að leita að Joey, ég var alveg smá að því nefnilega

101
„Til að hafa áhrif þarftu að segja satt“
- Hljómar eins og mælikvarðinn á sannleika sé persónubundinn, fíla það
„Ég rúllaði þau upp, kveikti í og andaði að mér reyknum“

BARA ÞÚ
„Veit ekki hvað ég vil en veit að þú ert með það allt“

HÚÐ
„Svo dripping, ég er blautur í gegn“
- Frábært myndmál aftur

YAP
„Er að yappa, á erfitt með að þegja“
- Tengi
„Poppa þessa baun eins og ég vinni í bíó“
- Putta smá?
„Horfði á mig og hún sagði what the fock?“
„Svo tek ég þig á teppinu eins og Aladdin“
- Þekkjum orðatiltækið „að taka einhvern á teppið“ en þágufallið gefur eitthvað annað (og skemmtilegra) í skyn

ÖÐRUVÍSI
„Syndi alla leið eins og Grettir“
- Flott

SJÁLFSELSKUR
„Að fara hægt; það er ekki hægt“
- Kann að meta þetta rím
„Veit að ég er á leiðinni en ég veit ekki hvert“
„Grilla alla daga og á kvöldin þá er grætt“
- Skemmtilegur viðsnúningur; vona að hann sé að græða en ekki að græta

4AM IN ÁRBÆR
„Það þarf einhver að gera eitthvað, þessi einhver er ég“
„Veit að þau eru að horfa á mig en eru þau að sjá mig?“
- Við viljum öll vera séð <3
„Þoldi ekki spilin svo þú veist að ég hélt þeim þétt“

FÝLU ÚT Í BÚNTIÐ
„Er í fýlu út í búntið mitt, það er ekki nógu stórt“
- Búntið persónugert, kómískt
„Taktu þetta á messenger og farðu út á gólf“
- Líkamlega samvistin aftur, meira svona!
„Hún sagði eh og spurði svo hvað mér fyndist um það“
- Andvarpið eh borið fram en átt er við skammstöfunina „eh“ fyrir „eitthvað“ ; mjög skemmtilegt

TRIP
„Ég er til í hvað sem er, bara ekki þetta“
- Viðhorf mitt í garð þessa lags
„Legðu frá þér símann og taktu upp bók“
- Það hefðu vissulega margir gott af því

BLÓMIN MÍN

ELLÝ
„Hvað viltu vita, til í að kenna—en þú þarft bæði blað og penna“
„Gellan mjúk eins og Coldplay“
- Vá… glæsilegt
„Þetta er búið“
- Og því lauk!

Bkv, Grúppía
Innsent 3.11.2025, birt 4.11.2025

© Krant 2025