Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT

MÚSAHÚS: DAGUR 32

Í gær fann húsamús leiðina inn í húsið okkar. Í dag ratar hún um öll rýmin og milli hæða. Við erum hætt að þora að ganga á gólfinu, í staðinn hoppum við á milli húsgagna, við erum ekki ennþá búin að finna leiðina hennar inn í húsið okkar. Ekki er það í gegnum útidyrahurðina sem við fólkið notum vanalega. Kannski verður hún búin að læra á eldavélina og elda morgunmat fyrir okkur á morgun. Vissulega eru sleifarnar okkar risavaxnar en músin er dugleg. Eftir mánuð mun hún líklega keyra bílinn minn og eftir ár verður hún búin að taka yfir stöðu mína sem myndlistarmaður.

:-)