Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT

MÁNUDAGSMORGUNN


Mánudagsmorgunn er tímaleysi
Alltaf og alltaf eins.

Tvöþúsund og fimm eða tuttugu og fimm
Hafragrautur í skál, dagblað á borði
Norðan 12 metrar á sekúndu
og rigning

Mánudagsmorgunn er hvíld
Fimmtíu slög á mínútu. 

Klukkutími líður eins og tveir
En tveir eins og einn
Kaffið klárast en ég hef tíma
til að hella upp á meira

Mánudagsmorgunn er þú
að hjúfra þig upp að mér.

Kaffið getur beðið
Dagblaðið fer hvergi
Þú ert hér og ég held áfram
að láta mig dreyma

Höfundur er vansvefta
Innsent 29.7.2025, birt 29.7.2025