ÞÚSUND LÍTRAR AF MAURASÝRU
Óhapp varð þegar verið var að afferma flutningabíl með maurasýru á iðnaðarsvæði á Bíldudal í nótt. Enginn slasaðist en hættan hefði getað verið töluverð fyrir viðstadda. Slökkviliðið notaði kalk til þess að hlutleysa maurasýru sem safnaðist í polla.
„Megnið af sýrunni lekur niður af því að þetta er gljúpur jarðvegur en það voru pollar eftir. Við notuðum kalk til að hlutleysa sýruna. Það vill þannig til að það er kalkþörungaverksmiðja við hliðina á svo við höfðum nóg af því og skoluðum þessu síðan niður. Við reyndum að taka það sem hægt var í pollum og öðru og komum því til eyðingar. Sem betur fer þá náðu starfsmennirnir að forða sér í tæka tíð. Þegar við komum á vettvang var náttúrlega maurasýra út um allt,“
Slökkviliðsstjóri sagði að hreinsunarstarf hefði gengið vel en að alltaf skapist hætta þegar maurasýra leki út. Hann sagðist ekki vita nákvæmlega hvað hefði gerst annað en að óhapp hefði orðið þegar verið var að afferma flutningabíl með um tíu til tuttugu svokallaða bamba af maurasýru sem hver hefði innihaldið um þúsund lítra.
Bambi af maurasýru
Aðsend
Aðsend