Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT
Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT

LOFTSKIPTAHREYSTI


Ég held að ég hafi verið að finna upp nýtt orð: loftskiptahreysti! Það er kannski öllu heldur ný þýðing; á enska hugtakinu aerobic fitness. Aerobic fitness vísar til þess hversu góður og fljótur líkami þinn er að endurfylla blóðið þitt af súrefni þegar þú andar. Þeir eru að segja að það sé mikilvægt að vera loftskiptalega hraustur, jafnvel nauðsynlegt. 

Ég ætla að auka loftskiptahreystið mitt! Hvíldarpúlsinn minn skal lækka! Ég ætla að hreyfa mig svo mikið að hvíldarpúlsinn verður að engu! Ég mun hreyfa mig þangað til hjartað mitt slær ekki lengur nema ég sé að hlaupa neshringinn! Ég ætla að deyja! Og lifna svo við þrisvar í viku til að taka hlaupaæfingu og pósta henni á strava! 

Það er svo mikill léttir að hafa loksins fundið tilgang með lífinu! Og bráðum, dauðanum. <3


ykkar einlæg og dauðvona,
María
Innsent 18.8.2025, birt 19.8.2025

© Krant 2025