KRANTIÐ FER Í FLUG
Hæhæ, var beðin um að koma aðeins hérna inná til að segja þessa sögu,
Í morgun flaug ég heim til Íslands eftir yndislega heimsókn til yndislegu vina minna í Antwerpen, þ.á.m. var Þói krantari. Hann var líka að koma heim til Íslands en var ekki með pláss fyrir pappírskröntin í töskunni sinni, svo ég kom honum til bjargar með því að fara með kröntin heim í minni tösku! Hér er mynd:
Þarna eru semsagt kröntin og margar bækur frá Þóa, þ.á.m. Minority Rule sem hann segir mér að sé víst ástæðan fyrir því að Sólveig Anna varð anti woke? Þarf að skoða það betur. Allavega, það sem var skemmtilegt var að það þurftu fleiri á töskuplássinu mínu að halda! Í check-in hitti ég örvæntingafulla konu, hún var örvæntingafull því hún mátti ekki fara með hnetusmjörskrukkuna sína í handfarangri því hún var meira en 100ml af hnetusmjöri! Ég samþykkti að setja hnetusmjörið í mína tösku fyrir hana og við tróðum henni þétt upp við kröntin. Hún heitir Marielle sem er mjög líkt mínu nafni, og hún sagði “it’s just a lousy can of peanut butter but it’s important to me”. Ég tók hana bara á orðinu! Hér er svo mynd af kröntunum og hnetusmjörinu saman:
Þegar við lentum heima biðum við Marielle saman eftir töskunni. Hún sagði mér leyndarmálið um af hverju h-smjörið var svona mikilvægt: hún er með celiac eða glútenofnæmi og getur bara borðað þetta sérstaka hnetusmjör, og hún ætlar í hringferð með KuKu campers bíl og verður að hafa það með sér ef hún skyldi ekki finna neitt glútenlaust í sveitinni! Þetta fannst mér fyndið því Þói er líka með svona celiac! Hér er mynd af okkur saman með smjörið:
Jæja svo þegar ég kom heim skömmuðu manma og pabbi mig fyrir að hafa leyft ókunnugum að setja dót í töskuna mína, ég hefði getað verið að smygla dópi fyrir einhvern! Kannski er ég of treystandi. En mig langar að búa í heimi þar sem við getum geymt hnetusmjör hvors annars.
Kær kveðja,
María
Innsent 26.5.2025, birt 27.5.2025