Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT

3 KLÓSETT  Í  RÚMENÍU


Góðan daginn gott fólk. Ég er hér í mekka vampíranna; sunní sunní Cluj Napoca! Hér lyktar loftið eins og grillkjöt og namminammi sýrður rjómi. Nú hef ég farið nokkrum sinnum á klósettið síðan ég kom hingað og það hefur verið bara nokkuð gott. Flest klósettin sem ég hef farið á eru með hurð sem fyllir út í alla kanta dyragættarinnar og hreinlæti er gott. Hér fylgja myndir af tveimur klósettum veitingastaða, þar sem ég skoraði páfann á hólm. Einvígi aldarinnar; 2-0, þ.e.a.s. ég sigraði í bæði skiptin. Í fyrri leiknum náði ég meira að segja að hrókera greyið. Páfinn átti ekki von á þessu, enda er ég þekkt fyrir að vera léleg í skáki. Á seinni staðnum afgreiddi okkur Frú Vampíra, Domna T. Hún var með biksvart hár og neitaði að þjóna okkur á útisvæðinu “af því það var bilað”. Líklegra þótti okkur að hún treysti sér ekki út í eftirmiðdagsbirtuna... vampírugenunum líður betur í innimyrkrinu. Við sýndum því fullan skilning og fengum okkur innikappuccino sem hjálpaði mér að halda einbeitingu í taflleiknum. 


Klósett 1



Klósett 2 (flott sápa)

Þriðja klósettið sem mig langar að sýna ykkur er klósettið í undarlegu AirBnb íbúðinni okkar. Plastparkettlagður klósettkassi? Að sjálfsögðu beibí! 


Klósett 3

kv. Katla gormur
Innsent 24.3.2025, birt 24.3.2025