Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT
Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT

HUGMYNDIR TENGDAR TÓNLEIKAHALDI


- Gítarbann
- Gítarsólóbann
- Símabann
- Hátalari á hestbaki (?)
- Tónleikagestir eru á sviðinu og tónlistarflytjandi er einn í salnum




Mér finnst gott að fara á tónleika. Mér finnst meiraðsegja gaman að fara á tónleika. En tónleikum finnst ekki alltaf gaman að fá mig, sjáiði til. Lifandi flutningur er ekki besti tjáningarmáti hvers og eins tónlistarmanns, sumir sökka á sviði en semja meistaraverk í friði. Nýlega sá ég 2hollis spila í Brussel ásamt vini sínum Nate Sib og fór því að hugsa: „hmmm, tónleikar henta ekki öllum tónlistarmönnum þó tónlistin sé góð”. Tónleikar eru ekki alltaf æðsta stig tónlistarupplifunnar. Ég er bara að velta steinum hérna. Lengri gagnrýni kemur síðar. Ef ég er í stuði.

Jónas Sen skrifar
Innsent 14.3.2025, birt 14.3.2025

© Krant 2025