HUGSUN DAGSINS 19. ÁGÚST
Þegar ég var lítill sat ég oft við morgunverðaborðið og át mitt kornflex og velti fyrir mér hönnuninni á nýmjólkurfernunni. Fernurnar voru (og eru) oft skreyttar með skemmtilegum myndum eða texta, svo urðu þær að jólamjólkurfernum um jólin eins og við þekkjum. En það sem mér fannst svo áhugavert við fernurnar var lítið leynt smáatriði. Efst á fernunni undir samanbrotnum fernustútnum var lítið merki, lítill blár þríhyrningur sem undir stóð: Tetra Pak. Sem barni þótti mér þetta svo skrítið því ég þekkti fyrirtækið Betra Bak sem seldi dýnur og kannski eitthvað fleira. Þar með mynduðust þessi órjúfanlegu hugrenningatengsl; Tetra Pak → Betra Bak. Og lítið ljóð varð til (eða slogan?).
Kveðja, Tómas (hugsuður)
Innsent 19.8.2025, birt 19.8.2025
Innsent 19.8.2025, birt 19.8.2025