Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT

STOLIÐ HJÓL

Hjólinu mínu var stolið um daginn :-( Þetta var mjög passlegt hjól og ég verð að viðurkenna að mér þótti smá vænt um það. Það var blátt og fjólublátt, með bjöllu og bögglabera. Gírarnir voru smá skrítnir en ég var buin að venjast því, og þess vegna mætti segja að við hjólið höfum verið föruneyti. Ég vona næsti eigandi kunni vel að meta það.


Stolna hjólið <3

Nú er ég búin að sætta mig við þennan hjólamissi, en samt þarf ég hjól. Ég fann eitt á facebook marketplace sem ég var tilbúin að borga fyrir. Við TVO fórum í ævintýri alla leið til Muizen (mýs) í Mechelen. Þar keypti ég hjól í garði yndislegrar konu, sem hækkaði fyrir mig hnakkinn með miklum herkjum. Svo fékk hún dóttur sína til að færa okkur kóladrykk og súkkulaðivöfflur og við skáluðum fyrir sölunni. Á leiðinni heim gengum við meðfram ánni Dijle, ég reiddi nýja sæta hjólið mitt og Tómas talaði við pabba sinn í símann. Hjólið er gott, skærgrænt og með ljós sem virkar. Eini gallinn er að bremsurnar eru ekki þær bestu. 
 
Nýja hjólið =D

bkv KBG
Innsent 7.4.2025, birt 7.4.2025