Stolna hjólið <3
Nú er ég búin að sætta mig við þennan hjólamissi, en samt þarf ég hjól. Ég fann eitt á facebook marketplace sem ég var tilbúin að borga fyrir. Við TVO fórum í ævintýri alla leið til Muizen (mýs) í Mechelen. Þar keypti ég hjól í garði yndislegrar konu, sem hækkaði fyrir mig hnakkinn með miklum herkjum. Svo fékk hún dóttur sína til að færa okkur kóladrykk og súkkulaðivöfflur og við skáluðum fyrir sölunni. Á leiðinni heim gengum við meðfram ánni Dijle, ég reiddi nýja sæta hjólið mitt og Tómas talaði við pabba sinn í símann. Hjólið er gott, skærgrænt og með ljós sem virkar. Eini gallinn er að bremsurnar eru ekki þær bestu.
Nýja hjólið =D
bkv KBG
Innsent 7.4.2025, birt 7.4.2025