Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT
Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT

UMFJÖLLUN UM  DALALÍF - HERDÍS ANNA JÓNSDÓTTIR

Þann 7. nóvember 2018 birti facebook-síða Borgarbókasafns Reykjavíkur að lesandi vikunnar væri 
Herdís Anna Jónsdóttir, víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og önnur tveggja meðlima Dúó Stemmu. Svo er hún einnig móðir mín. Ég vildi fá að birta færsluna hér á Krantinu svo hún týnist ekki.

„Það var í hálfgerðri rælni að ég byrjaði að lesa fyrstu bókina af Dalalíf í lok sumars. Síðan hef ég dvalið í Hrútadalnum öllum stundum og lauk fimmtu bókinni í síðustu viku. Ég varð gjörsamlega heilluð af þessari veröld og persónum sem Guðrún frá Lundi skapaði á svona meistaralegann hátt.. Foreldrar mínir komu úr þessum farvegi þar sem ungmennafélagsandinn sveif yfir vötnunum og torfhúsin viku fyrir steinhúsunum. Þau eru bæði látin og finnst mér við lestur þessara bóka ég hafi fengið auka tíma með þeim í fortíðinni. Guðrún segir svo skemmtilega frá og byggir að flestu leyti upp bækur sínar með samtölum. Þetta er eins og að horfa á veruleikasjónvarp úr fortíðinni með öllum tilfinningaskölunum. Ég hló dátt og táraðist líka með persónum sögunnar. Ég myndi segja að þetta sé ein besta og lengsta heimildarsaga um íslenskt þjóðlíf sem ég hef lesið og ég mun ábyggilega lesa hana aftur…og aftur.”







Tómas van Oosterhout & Herdís Anna Jónsdóttir
Innsent 16.5.2025, birt 18.5.2025

© Krant 2025