Senda inn efni listanes.office@gmail.com
KRANT

Annað tölublað er komið út, endilega sendið inn efni fyrir þriðja tölublað á listanes.office@gmail.com 
Tökum við öllu efni, ljóðum, greinum, pælingum, bloggpóstum, myndum o.s.frv.
Viðburðir

Upplýsingar


Slembigrein

HEIMASKÚLPAR 2025 !

Hæ kæru vinir

Mig langar til þess að deila með ykkur mínum uppáhalds Heimaskúlpum sem ég hef safnað saman á þessu ári. Ég hef verið að safna Heimaskúlpum frá 2019 þegar Kórónuveiran skæða Covid-19 var í hámarki. Ég var á fyrsta ári í myndlist í LHÍ og á tímabili þegar við gátum mjög takmarkað mætt í skólan. Ég komst fljótt að því að það eru til margar slíkar arkívur af fundum skúlptúrum, eins og td. facebook hópurinn Involuntary Sculpture (mæli með) það kemur ekkert úr tómarúmi!!!! Á tímabili fékk ég líka fólk til að bæta við arkívuna með aðsentum heimaskúlpum. Ætli ég sé ekki búinn að safna saman um 200 núna. 

Ég kallaði þetta Heimaskúlpa 2019, en veit stundum ekki lengur með það nafn, gerir þetta mögulega of krúttlegt? Skúlpi er ekki mjög flott orð heldur finnst mér. Einhverntíman heyrði ég vin tala um að fara á gjörra (gjörning) og fannst það virka svo vel því ég upplifa stundum svo mikinn alvarleika í kring um gjörninga sem ég get átt erfitt með, en með því að segja gjörri þá verður þetta ekki jafn alvarlegt lengur. Skúlpi gefur þessu hversdagslegri tilfinningu sem passar við arkívuna. Skúlptúrarnir þurfa að vera hversdagslegir, að þeir verði til án þess að það sé einhver ásetningur. Skúlptúrarnir eru annaðhvort fundnir í umhverfinu eða gerðir áreynslulaust, eins og td að stafla hreinu leirtaui á eldhúsborð til að láta það þorna og svo allt í einu tekur þú eftir: vá þetta er skúlptúr! Hugarástandið skiptir máli, suma daga ertu opin fyrir því að sjá skúlptúra í umhverfinu þínu, aðra daga ekki. Ég sá ljósmynd á netinu af ónefndum listamanni í bol þar sem stóð: sculpture is an attitude.
 





























mbk
villi
Innsent 2.1.2026, birt 5.1.2026