Senda inn efni listanes.office@gmail.com
KRANT

Annað tölublað er komið út, endilega sendið inn efni fyrir þriðja tölublað á listanes.office@gmail.com 
Tökum við öllu efni, ljóðum, greinum, pælingum, bloggpóstum, myndum o.s.frv.
Viðburðir

Upplýsingar


Slembigrein

HÁLFBAKAÐAR PÆLINGAR VARÐANDI SENUR


Ég fór í göngutúr í dag, og var að ræða við vin min um miðbæinn og menningu hans. Ég og þessi vinur minn vorum svolítið sammála um að það aðmiðbærinn hefur að miklu leyti misst 'sína' menningu, ef hann hafði hana einhverntímann. Frekar er sú sena sem á sér stað í miðbænum uppgerð af mörgum smærri senum sem eiga sér stað að miklu leyti í miðbænum. Það eru dæmi eins og hinar fjölbreyttu tónlistarsenur og myndlistarsenur (að miklu leyti þær ólöglegu, t.d. götulista- og graffsenan). Þetta er ekki endilega vegna þess að allir sem eru í miðbænum taka þátt í þeim, en vegna þess að það er næstum óhjákvæmilegt að taka eitthvað eftir þeim ef maður eyðir einhverjum tíma í miðbænum. Það myndu margir telja djammmenningu miðbæjarins með í þennan lista, en ég geri það ekki þar sem að sú menning er að miklu leyti innflutt og innihaldslaus. Það sem ég meina með því er að fólk kemur í miðbæinn til að drekka, dansa og spjalla við vini sína, og fer svo að því verki loknu. Það er ekkert að þessu, en þetta bætir engu við menningu miðbæjarins. Það er þó mikilvægt að gera grein fyrir því að þessar senur taka breytingum með tímanum, vaxa og dvína. Þrátt fyrir það, eru þessar senur samt lifandi. Þetta er að öllu leyti vegna þess að fólkið í þeim er mjög annt um þær senur sem þau eru í.

Hvernig gerist þetta?

Senur vaxa og verða sterkari þegar fleira fólk fer að taka þátt í þeim. Þetta er augljós hlutur fyrir flestum, en þá þarf að spyrja sig, hvað er að taka þátt í senu? Það getur verið að spila tónlistina eða gera listina, skipuleggja tónleika eða stjórna sýningu, reka tónleikastað eða sýningarrými, eða bara að mæta og njóta þess að hlusta á tónlist eða líta á list. Þetta seinasta atriði er eiginlega mikilvægasta að mínu mati, þar sem að eina leiðin fyrir fólk til að gerast virkari þáttakendur þá þurfa þau að byrja frá þessum upphafspunkti. Það getur verið að spila tónlistina eða gera listina, skipuleggja tónleika eða stjórna sýningu, reka tónleikastað eða sýningarrými, eða bara að mæta og njóta þess að hlusta á tónlist eða líta á list. Það er ekkert endilega augljóst hvernig maður er virkur þáttakandi, en það krefst ákveðinnar athygli varðandi hætti senunnar. Það er ekki hægt að vera virkur þáttakandi frá upphafi. Það þarf því að vera virkur í því að fylgjast með þeim háttum sem eru nú þegar í senu, og gera grein fyrir þeim. Þú kannski kemur þangað með vini þínum í fyrsta skiptið eða byrjar aðeins að tala við hina sem eru þar og gerir þér grein fyrir algengum hugsanarháttum og venjum, og ákveður hvort þetta höfði til þín. Kannski höfðar tónlistin eða listin til þín ein og sér, en ef senan sjálf er óspennandi fyrir þér þá þarft þú ekki að taka þátt í henni. Ef þér er nógu annt um listina sjálfa þá gætirðu kannski reynt að valda einhverjum breytingum en þær koma nær því að byggja upp aðra senu byggða á þeirri fyrstu, sem ég hef ekkert á móti og hvet þá sem vilja að reyna að gera það. Sena er sena en ekki bara vinsæl tónlist vegna þess að hún höfðar ekki til allra. Þessvegna er mikilvægt að hver sem er getur ekki komið inn og breytt henni á stórann hátt á stuttum tíma. Það er auðvitað jákvætt að fjöldi þáttakenda aukist, en það er samt mikilvægt að senan höfði ekki til of margra þar sem að fráskilnaður hennar og vinsællar menningar er það sem skilgreinir hana. Hin hliðin á þessu er að það er alls ekki skylda þeirra sem eru virkir þáttakendur að líka við allt sem kemur inn í senuna. Þetta er vegna þess að langflestir listamenn vilja passa inn í svona senu þar sem að það koma sjálfkrafa áhorfendur og stuðningur, auk þess að það er bara oft hluti þess að fá stað til að sýna list sína að passa inn í einhverja senu. Þetta þýðir að sumir hlutir þurfa einfaldlega bara að sökka. Það þarf að vera í lagi að segja að sumir hlutir sökka, en það þarf líka að vera í lagi að gagnrýna þá skoðun. Ef það sökkar ekkert, þá tapast þessi kjarni senunnar, þar sem að margt af því sem sökkar að mati senanna er það sem höfðar til margra, og höfðar því verr til þeirra innan senunnar. Ef það sökkar allt, þá er allt ömurlegt og það langar engann að mæta.


kv vitur vitleysingur sem veit kannski eitthvað en kannski ekki, hver veit?
Innsent 17.10.2025, birt 19.10.2025

© Krant 2025