Ég sá færslu hérna um daginn varðandi orðið gúlp og vildi nýta tækifærið til að lýsa sorg minni varðandi vannotkun á orðinu glomm. Það er gott orð sem er, svipað og orðið gúlp, fundið í syrpum eða andrésblöðum. Það er hægt að nota það á mjög svipaðann hátt og gúlp, eða samhliða, til að setja áherslu á hvað sem veldur notkun orðanna.(„Glomm og gúlp” eða „Gúlp og glomm”)
Innsent 4.10.2025, birt 4.10.2025