FÖSTUDAGSSPRELL OG SKEMMTILEGAR SPURNINGAR
Kæra krantfólk gleðilegan föstudag!
Við (KBG, TVO og ÞR) vorum að gera spurningaþraut Illuga og fengum þó nokkur stig. Eftirfarandi spurning kom okkur þó frekar mikið á óvart:
- Hvað af þessum tungumálum er skyldast íslensku: Arabíska – baskneska – finnska – grænlenska – hebreska – hindí – japanska – svahílí – tyrkneska?
Við KBG og ÞR giskuðum á basknesku en TVO giskaði á Arabísku.
Vitimenn svarið var.... (svar neðar á síðu)
Gullfalleg mynd sem ég fann á Wikipediasíðunni um Baskalönd
....
Hindí?
Merkilegt finnst ykkur ekki!
Alla vega!
Við erum með okkar eigin FÖSTUDAGSSPURNINGU:
- Hvaða þjóðfáni inniheldur hvorki rauðan lit, hvítan né bláan?
Svarið verður birt að viku lokinni, hugsið ykkur vel um kæru krantverjar!
kv KBG, ÞR & TVO
Innsent 14.3.2025, birt 14.3.2025
Innsent 14.3.2025, birt 14.3.2025