Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT
Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT

FJÓRIR PORTÚGALSKIR HUNDAR (HUNDADAGAR NÁLGAST)


Er að fara yfir páskamyndirnar mínar frá Portjúgjal. Langar að sjálfsögðu að deila þeim öllum með ykkur en hef ákveðið að byrja á þessum hundum. Ég er mikið búin að hugsa um hundadaga upp á síðkastið, sumarið er gengið í garð og ég hlusta reglulega á Eitt sumar á landinu bláa með Þrjú á palli. Sú plata fjallar nefnilega um Jörund Hundadagakonung. Það styttist nefnilega í hundadaga... þ.e.a.s. þeir hefjast 13. júlí og lýkur 26. ágúst. 
Upprunalega kemur þetta forvitnilega nafn frá Rómverjum og Forn-Grikkjum sem tengdu sumartímann við stjörnuna Síríus þar sem hún fer að sjást á morgunhimni um þetta leyti. Síríus er bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Stóri-hundur (Canis Major) og á Íslandi hefur hún gjarnan verið kölluð hundastjarnan. Þetta er að bresta á... Gleymum ekki að hundar eru sumarverur; passið ykkur á hundaæðinu.

FJÓRIR PORTÚGALSKIR HUNDAR:









Katla Björk tók myndir og skrifar
Innsent 28.5.2025, birt 28.5.2025

© Krant 2025