FJÓRIR PORTÚGALSKIR HUNDAR (HUNDADAGAR NÁLGAST)
Er að fara yfir páskamyndirnar mínar frá Portjúgjal. Langar að sjálfsögðu að deila þeim öllum með ykkur en hef ákveðið að byrja á þessum hundum. Ég er mikið búin að hugsa um hundadaga upp á síðkastið, sumarið er gengið í garð og ég hlusta reglulega á Eitt sumar á landinu bláa með Þrjú á palli. Sú plata fjallar nefnilega um Jörund Hundadagakonung. Það styttist nefnilega í hundadaga... þ.e.a.s. þeir hefjast 13. júlí og lýkur 26. ágúst.
Upprunalega kemur þetta forvitnilega nafn frá Rómverjum og Forn-Grikkjum sem tengdu sumartímann við stjörnuna Síríus þar sem hún fer að sjást á morgunhimni um þetta leyti. Síríus er bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Stóri-hundur (Canis Major) og á Íslandi hefur hún gjarnan verið kölluð hundastjarnan. Þetta er að bresta á... Gleymum ekki að hundar eru sumarverur; passið ykkur á hundaæðinu.
FJÓRIR PORTÚGALSKIR HUNDAR:
Katla Björk tók myndir og skrifar
Innsent 28.5.2025, birt 28.5.2025