Um fjallasali öskur enn óma
er í draumum þeim sem reika hljóma
Forvitni leiðir í draumheimum,
hvorki refsuð né umbunuð
Vilt þú vita? Þú færð.
En það mun einnig vita þig.
Litlir andar að nóttu leita
hvers sem fyrir er, og finna.
Glymjandi hallir, kórar þúsunda
og þúsund önnur liggja að hlusti.
Fjöllin, þögul er þau eru í vöku,
í draumum dynja magns til móts.
Tugir halla, hundruð sala,
yfirfullt, allt flæðir yfir;
líf af hvaða stærð og bragði,
lagi, lit og hverju tagi
Ey nær orði,
allt það sem,
og ekki,
fyrirfinnst-
veltur, skellur,
æðir, blæðir,
ber á brjóst og þrumar,
lumar, leikur, læðist sumt
og liggur milli hluta.
Heilagar minningar
teknar í sundur
sýndar óðum flóðum áhorfenda,
leikhlutir þess sem leiðist allt
er ekki klýfur inn að beini.
Andar, álfar, vættir, tröll.
Ýmiss nöfn, því misvel lýsa
er vaxið fólk má sjaldnast muna.
Vitfirrt, skyggn og fáein börn,
ein, það fá að þekkja,
og jafnvel þau þá bara um stund,
hvað það er í fjöllum dvelur.
Voru fyrir upphaf manna
og verð’ enn, leið
er við,
hægt og hægt,
hverfum hverfum,
og bíður þar til seinna,
er hvað það annað stígur upp
og tekur sviðið,
gætt því líka,
skrýtna eðli,
þörfin til að vita,
og leitar uppi,
hvað það sem,
og ekki,
á nokkurn máta
snertir sig.
Þar til það sem fyrir er,
er fundið,
og í senn
skal finna þig.
Aþena Ýr
Innsent 20.8.2025, birt 20.8.2025