FEIT DÚFA
Í dag er dagur dúfunnar; Feitu dúfunnar. Hún kjagar í grasagarði Antwerpbúa og þykir heldur þokkafull.
The bjútí of Antwerpen: Fat dove!
O !
Dikke duif, mijn lieve !
Hér hún kemur, lífsins undur
tekur skref sem skaka grundu
en ávallt létt í lundu
“ Ó , elsku dúfa
Hvað geymir þú í maga þínum, ljúfan? “
mælir svartur skógarþröstur
forvitnin hans eini löstur
kyn hans þekkir ennþá föstur
En dúfum sárnar sjaldan orðin
hýrir flesta matarforðinn
“Vertu saddur, vertu sæll!
Eigi vertu bitans þræll!”
Kurrar dúfan, stendur kyrr
glæsileg sem aldrei fyrr!
kær kveðja, Katla dúfuvinur!
Innsent 18.3.2025, birt 18.3.2025