Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT

MYNDIR FRÁ DEN HAAG


Ég (KBG), TVO og ÞR fórum til Den Haag yfir mánaðamót febrúar og mars 2025. Nafn borgarinnar væri líklega þýtt sem Lundurinn eða eins og hún var kölluð á 15. öld: Gravens Hage.... Lundur greifans. Ekki eru margar borgir nefndar með greini en þessi furðulega borg hlýtur þann óverðskuldaða heiður að vera ekki bara einhver lundur heldur Lundurinn. Enskumælandi og frönskumælandi fólk leyfði greininum að standast þýðinguna og er borgin kölluð The Hague á ensku og La Heye á frönsku (franski framburðurinn: “la e”  vakti mikla lukku í Flixbus á leiðinni).  Við á Íslandi losuðum okkur við greinin og köllum borgina einfalda nafninu Haag. Íslendingar hafa vissulega, í gegnum tíðina, haft unun af þýðingum borgarheita en allir heilvita menn sjá og heyra að Haagið eða Haaginn getur alls ekki gengið. Mikið getur viðskeyttur greinir verið hallærislegur með útlenskum orðum. 

Nóg um nafnið. Við fórum á markaðinn og á ströndina. Borginni er ekki beint hægt að lýsa sem huggulegri en ég ætla ekki að fara nánar út í það. 


Myndir eftir Kötlu Björk Gunnarsdóttur