Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT
Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT

BÓK Í DÓS FUNDUR 7. ÁGÚST


Jæja kæru vinir, það er komið að þessu.

Bókaklúbburinn geðþekki hélt 15. fundinn hátíðlegan (Lesstofu í dós(Grettisgötu)). Breiðþotur eftir Tómas Ævar Ólafsson var á dagskránni og við gjörsamlega tættum hana í okkur (af ákefð). Hún var lesin af sumum við strendur Portúgals, af öðrum í Skerjagarði Stokkhólms og að lokum af honum Tómasi (van Oosterhout) á Blönduósi. Væntingar okkar voru miklar fyrir þessari merkilegu bók sem fékk einstaklega góða dóma í íslenskum fjölmiðlum (fimm stjörnur í Heimildinni). Heilt yfir vorum við bara nokkuð sáttir, þó að það hafi komið upp ágreiningur milli okkar um suma hluti. Við snæddum pítsu eins og karakterar sögunnar gerðu og af því að pítsa er góð á bragðið fjandinn hafi það.

Nú er ég forvitinn um hvaða fylgjendur okkar hafi lesið þessa bók, endilega látið okkur í fyrsta lagi vita hvort þið séuð Lifecore, Doomcore eða í svörtu stígvélunum. Og í seinna lagi hvað ykkur fannst um bókina.

Einkunnir:
Hugi(Svörtu stígvélin): 8
Tómas(Doomcore): 8.1
Ari(Doomcore): 7.4
Þórhallur(Lifecore): 5

Meðaleinkunn: 7

Næst lesum við bókina Autobiography of Red eftir Anne Carson.

https://www.instagram.com/bokidos/



Adíós
Bókaklúbburinn Bók í dós
Innsent 13.8.2025, birt 13.8.2025

© Krant 2025