Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT
Senda inn efni listanes.office@gmail.com Upplýsingar Slembigrein
KRANT

BÓK Í DÓS FUNDUR 29. JÚNÍ

Komið þið sæl og blessuð kæra mannfólk, álfar, hobbitar, dvergar, dríslar og myrkrahöfðinginn Sauron.

Föruneyti hringsins, fyrsta bókin í Hringadróttinssögu. Stórskemmtileg bók um nokkra snillinga, minnti mig óneitanlega á einn bókaklúbb sem ég þekki… En ég get sagt ykkur það að lesturinn var ekki auðveldur. Tveir meðlimir klúbbsins enduðu í 5 mánaða svaðilför til meginlandsins. Hvað þeir voru að gera þar veit ég ekkert um. En ég get nú sagt ykkur það kæru vinir að Belgía er ekkert eins og Mordor, bara nákvæmlega ekkert eins og Mordor. Svei attan. Þeir sem voru eftir á landinu gerðu sitt besta til þess að finna tíma til að lesa, þetta eru vinnandi menn sjáðu til. En að lokum tókst þetta þó, lesturinn sigraði og þeir sjá nú styttingu vinnuvikunnar í hyllingum. Af hverju? það veit ég ekki. Á endanum fórum við í ansi marga hringi en enduðum svo bara í einum hring. Einum mikilfenglegum, stórkostlegum hring. Næsti hringur verður svo fjandi spennandi held ég. Ætli hann endi ekki uppi í Esju bara. Eða Dómsdyngju…

Tómas: klassík/10
Hugi: klassík/10
Þórhallur: klassík/10
Ari: klassík/10

Meðaleinkunn: 7

Næsta bók er Breiðþotur eftir Tómas Ævar Ólafsson

Frekari upplýsingar um klúbbinn má finna á heimasíðunni: bokidos.com eða instagram síðu klúbbsins.






Adíós,
Bók í dós strágarnir
Innsent 4.7.2025, birt 4.7.2025

© Krant 2025