LÍTIÐ LJÓÐ DAGSINS UM BRAUÐ 8. MARS 2025
-
Anna Kristín keypti sér einu sinni
-
brauð
-
sem var holt að innan
-
Í holarými brauðsins er alltaf rakt
-
og myrkt
-
fyrir utan
-
gatið á toppnum
-
því í gegnum það skín sól
-
frá 13:00-15:00
-
Spottlæt!
-
Andarnir setja á svið leikrit...
-
Dæmisögur um dauðann
-
Framtíð Önnu Kristínar er leikin á pínulitlu sviði
-
Guli-andinn far með sannfærandi einleik
-
nær henni alltof vel
-
Allir í salnum anda á sama tíma
-
anda að sér röku brauði
-
og anda að sér útöndun annarra
-
Þangað til útöndunin verður svo rök
-
og heit
-
að hún leitar upp í loft hvelfingarinnar
-
alla leið að gatinu
-
en gefst þar upp
-
kólnar
-
og rignir yfir gestina
Katla skrifar lítið ljóð