AÐ BLÁSA ÚT HEIMILD SÍNA: NOKKUR ORÐ UM SJÁLFSRÆKT
Að vera besta útgafan af sjálfum sér finnst mér mjög göfugt og verðugt markmið. Akkúrat núna er ég besta útgáfan af sjálfum mér, hundrað prósent, en ég er með sýn um sjálfan mig um hvernig ég get verið betri og hver einasti dagur snýst um það að þoka mér lengra að því, í sætti og í meðvitund um það sem ég er akkúrat núna, en ég er stöðugt að ýta á sjálfan mig og blása út mína heimild og mína getu til þess að komast lengra og lengra nær þessu takmarkaleysi og hreinsun á öllum óöryggjum og öllum ótta og öllu því neikvæða sem að lífið hefur upp á að bjóða. Þannig að vera besta útgáfan af sjálfum mér, það er snilld að vera það akkúrat núna, en ég er líka alltaf að þróast áfram og komast lengra í enn betri útgáfu af sjálfum mér, í sátt og í heilindum og í meðvitund. Það er það sem að skiptir öllu máli. Um leið og þú ert farinn úr því, þá ertu einmitt kominn í eitthvað sem að er einmitt ekki sjálfsrækt og þá ertu ekki að þróast í áttina að því að vera besta útgáfan af sjálfum þér. Á leiðinni upp í heilaga fjallið þá hittir þú falska spámenn á leiðinni. Alltaf. Þú munt alltaf þurfa að prófa þig áfram, finna hvað virkar fyrir þig og hvað ekki. Ég boða ekki neitt, ég tala ekki í boðhætti, ég segi ekki neinum að vera neitt, ég vil ekki neitt frá neinum öðrum. Ég trúi bara því sem að ég trúi og fyrir mig er það snilld að prófa þessa hluti og ekki smætta þá og segja: „þetta er kjaftæði, þetta er rugl“, af því að þá heldur þú þér bara á sama stað. Og ef þú vilt vera á sama stað, þá er það næs, en ef þú vilt þróast og vilt þroska, þá, ef ég er spurður, þá mæli ég með að opna hugann sinn fyrir mismunandi tólum, mismunandi tækjum, og prófa og sjá hvað virkar fyrir þig. Það sem virkar fyrir mig virkar ekki fyrir ykkur.
Höfundur er áhugamaður um íslenska tungu
Birt 9.3.2025
Birt 9.3.2025