Sáum stakan himbrima á Elliðavatni (rétt við Elliðavatnsbæinn). Maki hans hvergi sjáanlegur. Hann var langt úti á vatninu og lítið fyrir að sýna sig, kafaði reglulega og erfitt að fylgjast með honum. Týndum við honum fljótlega. Við vatnið voru einnig álftir og endur (mögulega skúfandarungar) í stórum hópum. Við gengum frá Elliðavatni og að Helluvatni. Þar sáum við til að byrja með aðeins álftir (par með fjóra unga). Önnur fullorðna álftin var á leið út á vatnið en hin með ungana við vatnsbakkann. Allt í einu sáum við himbrimann aftur. Hann hélt uppteknum hætti, hvarf reglulega á kaf. Tókum við svo eftir því að hann var að nálgast stöku álftina smátt og smátt og var kominn ansi nálægt henni. Hvarf hann svo og vorum við við það að gefast upp og fara. Næsta sem við vitum er að álftin stekkur upp, baðar út vængjunum og byrjar að forða sér. Hafði himbriminn þá kafað undir hana og væntanlega ráðist á hana að neðanverðu. Hann reis upp og breiddi út vænghafið þegar álftin hafði lagt á flótta.
TBG & KBG
Innsent 8.9.2025, birt 8.9.2025