Senda inn efni listanes.office@gmail.com
KRANT

Annað tölublað er komið út, endilega sendið inn efni fyrir þriðja tölublað á listanes.office@gmail.com 
Tökum við öllu efni, ljóðum, greinum, pælingum, bloggpóstum, myndum o.s.frv.
Viðburðir

Upplýsingar


Slembigrein

MATGÆÐINGSMEME


Kv. Tommi tummy
Innsent 21.1.2026, birt 21.1.2025

RÖKFÆRSLA 1

F1. Allir sem ljúga eru með stóra fætur
F2. Ég er ekki með stóra fætur
N. Ég er með stóra fætur



Skrökvari Skallagrímsson
Innsent 19.1.2026, birt 19.1.2025

HÆ ÉG HEITI JÓN HNEFILL





Jón Hnefill
Innsent 15.1.2026, birt 15.1.2025

MASTERSRITGERÐARMEME



kv. María
Innsent 15.1.2026, birt 15.1.2025

NÝTT ORÐ

Nýtt orð: bombokalt
Dæmi: það er bombokalt úti

 
Ari Hallgrímsson
Innsent 12.1.2026, birt 13.1.2025

GÁTA

Ef ég er allsber
í klefanum í world class
og labba inn á klósett
og þar er gella í fötum
sem hafði gleymt að læsa
að þvo sér um hendur

Hvort er það vandræðalegra fyrir mig
eða hana?

Kær kveðja,
María
Innsent 8.1.2026, birt 10.1.2025

EMOJI 2026

🤺🧏‍♂️🕵️‍♀️👨‍🌾🧌🦧🦢🪨🌬️🍠🥛🥌🪘🛀🪞⚜️➿🇵🇲🫖🫙🪻🐦‍⬛🐥🧖‍♂️🫂🦭🪑🪩🪅🧱📼🚋🛵🪕🎖️🏵️🥏🍶🪺


Nokkrir góðir
Innsent 8.1.2026, birt 8.1.2025

HEIMASKÚLPAR 2025 !

Hæ kæru vinir

Mig langar til þess að deila með ykkur mínum uppáhalds Heimaskúlpum sem ég hef safnað saman á þessu ári. Ég hef verið að safna Heimaskúlpum frá 2019 þegar Kórónuveiran skæða Covid-19 var í hámarki. Ég var á fyrsta ári í myndlist í LHÍ og á tímabili þegar við gátum mjög takmarkað mætt í skólan. Ég komst fljótt að því að það eru til margar slíkar arkívur af fundum skúlptúrum, eins og td. facebook hópurinn Involuntary Sculpture (mæli með) það kemur ekkert úr tómarúmi!!!! Á tímabili fékk ég líka fólk til að bæta við arkívuna með aðsentum heimaskúlpum. Ætli ég sé ekki búinn að safna saman um 200 núna. 

Ég kallaði þetta Heimaskúlpa 2019, en veit stundum ekki lengur með það nafn, gerir þetta mögulega of krúttlegt? Skúlpi er ekki mjög flott orð heldur finnst mér. Einhverntíman heyrði ég vin tala um að fara á gjörra (gjörning) og fannst það virka svo vel því ég upplifa stundum svo mikinn alvarleika í kring um gjörninga sem ég get átt erfitt með, en með því að segja gjörri þá verður þetta ekki jafn alvarlegt lengur. Skúlpi gefur þessu hversdagslegri tilfinningu sem passar við arkívuna. Skúlptúrarnir þurfa að vera hversdagslegir, að þeir verði til án þess að það sé einhver ásetningur. Skúlptúrarnir eru annaðhvort fundnir í umhverfinu eða gerðir áreynslulaust, eins og td að stafla hreinu leirtaui á eldhúsborð til að láta það þorna og svo allt í einu tekur þú eftir: vá þetta er skúlptúr! Hugarástandið skiptir máli, suma daga ertu opin fyrir því að sjá skúlptúra í umhverfinu þínu, aðra daga ekki. Ég sá ljósmynd á netinu af ónefndum listamanni í bol þar sem stóð: sculpture is an attitude.
 





























mbk
villi
Innsent 2.1.2026, birt 5.1.2026

JÓLADAGATAL KRANT : 24. DESEMBER

Jesú var góður drengur
hann gengur þó ekki lengur
hann fæddist í dag
kippti’ öllu’ í lag
en ei fylgdi naflastrengur

Hann fæddist með eyru og hala
í skítugum, götóttum bala
þau klipptu allt af
á meðan hann svaf
og gáfu’ hann til blómasala

Hann óx úr grasi og blómum
fullur af leyndardómum
með lækningarkrafta
hann elskaði’ að kjafta
samt lést hann úr kynsjúkdómum

Því höldum við heilaga hátíð
í hundslappadrífu og blindhríð
því skeggjaður maður
var ögn geðtruflaður
og borðaði eitt sinn kvöldmáltíð


Gleðileg jól kæru Krantverjar!

Nikulás (heilagur)
24.12.2025

JÓLAKVEÐJA


Gleðileg jól elskurnar, farsælt komandi ár og takk fyrir það liðna

takk fyrir að hleypa mér þegar ég er á aðreyninni að miklubraut frá bústaðarvegi og það er mikil umferð
takk fyrir að stela ekki töskunni minni þegar ég skil hana eftir á óheppilegum stað og fer að dansa á röntgen
takk fyrir að láta mig vita að subway bátarnir mínir verði mun ódýrari ef ég kaupi þá sem fjölskyldutilboð og fæ tveggja lítra appelsín með
takk fyrir að hlaupa á eftir mér með vettlinginn minn þegar ég missi hann úr vasanum
takk fyrir að hlaupa á eftir mér þegar ég er á leiðinni að keyra út af bílastæðinu í kringlunni með skottið opið
takk fyrir að brosa bara góðlátlega þegar ég sparka einhvern veginn lauslega beint með stóru tána í nefið á þér í three legged dog í hot yoga í world class vatnsmýri
takk fyrir að þegja með mér í heita pottinum

ég hlakka til að eyða komandi árum með ykkur.

ykkar,
Jólamaría
Innsent 23.12.2025, birt 24.12.2025

JÓLADAGATAL KRANT : 23. DESEMBER

Spakmæli dagsins:

Spila með vinum a aðventu
Skjóta upp fokdýrri rakettu
Að vinna’ eða’ í skólanum
Það best er á jólunum
Að gera allt í allgóðri prósentu.



Þorlákur helgi
23.12.2025

JÓLADAGATAL KRANT : 22. DESEMBER

Spakmæli dagsins:

Jólin, þau eru á hverju ári.
Jólin, en aldrei þó alveg eins.



Litla berið
22.12.2025

JÓLADAGATAL KRANT : 21. DESEMBER

Spakmæli dagsins:

Það mælti mín móðir, 
að ég skyldi kaupa 
brauð og fagran ost,
setja saman samloku,
kasta henni í grillið,
klemma það saman,
leggja mér til munns
höggva mann og annan.



Krampus hárfagri
21.12.2025

JÓLADAGATAL KRANT : 20. DESEMBER

Spakmæli dagsins:

Börnin bíta ei bóndann 
þó hundinn bóndann bítur



Jóladog
20.12.2025

© Krant 2025